Uppsetning snjógirðinga

Í dag vann vösk sveit manna við uppsetningu snjógirðinga á skíðasvæðinu. Áætlað er að setja upp 600 metra meðfram lyftunum til þess að safna snjó í lyftusporin og voru um 350 metrar settir upp í dag. Reynslan frá síðasta vetri var sú að snjó vantaði í lyftusporin og því þurfti að framleiða nokkuð af snjó í þau. Eins og áður hefur komið fram hefur verið unnið í því að fá nokkur fyrirtæki og einstaklinga til þess að fjármagna snjóframleiðslu á skíðasvæðinu á Dalvík í haust og vetur. Nú hafa 9 aðilar ákveðið að koma að snjóframleiðslunni sem mun hefjast strax í fyrstu frostum.