17.04.2007
Í karlaflokki urðu Dalvíkingar í fjórða sæti í bikarmótum vetrarins, í flokki 15 - 16 ára í 8. sæti (enda bara einn keppandi í þeim flokki frá Skíðafélagi Dalvíkur).
Í kvennaflokki urðu stúlkurnar í þriðja sæti en í öðru sæti í flokki 15 - 16 ára. Það veðrur að teljast nokkuð gott þar sem þær eru aðeins þrjár á móti 12 konum Akureyringa í kvennaflokki og sex stúlkum Akureyringa í 15 -16 ára. Það verður ekki af keppendum í Skíðafélagi Akureyrar að þar er á ferð geysiöflugt og fjölmennt lið og óskum við þeim til hamingju með árangurinn í vetur. Þeir sigruðu í öllum flokkum liða og einstaklinga nema í flokki 17 - 19 stúlkna þar sem stúlkurnar þeirra urðu í öðru sæti.
Keppendurnir frá Skíðafélagi Dalvíkur enduðu bikarkeppnina á eftirfarandi hátt:
Karlar: Björgvin í 14. sæti, Kristinn Ingi í 34.sæti og Þorsteinn Helgi í 42. sæti. Þess ber að geta að Björgvin og Kristinn Ingi hafa ekki tekið þátt í mörgum mótum hér heima í vetur. Þorsteinn Helgi varð í 17. sæti í sínum aldursflokki 15 - 16 ára. Í karlaflokki voru 50 keppendur og í flokki 15 - 16 ára voru 25 keppendur.
Konur: Anna Margrét varð í 10. sæti í kvennaflokki, Sóley Inga í 11. sæti og Þorbjörg í 21. sæti. Í þeirra aldursflokki 15 - 16 ára varð Anna Margrét í 5. sæti, Sóley Inga í 6. sæti og Þorbjörg í 11. sæti. Í kvennaflokki voru 39 keppendur og í 15 - 16 ára voru 24 keppendur.
BG