07.04.2002
Ólafur Th. Árnason frá Ísafirði sigraði í göngutvíkeppni karla 20 ára og eldri, en um er að ræða samanlagðan árangur úr 10 km göngu með frjálsri aðferð og 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði, varð annar og Magnús Eiríksson, Siglufirði, þriðji.
Í flokki 17 til 19 ára pilta sigraði Jakob Einar Jakobsson frá Ísafirði tvíkeppnina, annar varð félagi hans frá Ísafirði, Markús Þór Björnsson, og þriðji Andri Steindórsson, Akureyri.
Í göngutvíkeppni kvenna sigraði Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, önnur varð Sandra Dís Steinþórsdóttir, Ísafirði, og þriðja Stella Víðisdóttir, Ólafsfirði.