Úrslit í svigi

Loksins koma hér úrslit gærdagsins í svigi á bikarmóti Dominos og SKÍ sem fram fór á Dalvík um helgina Í kvennaflokki varð þrefaldur Akureyrskur sigur eins og í stórsviginu á laugardag: 1. Hrefna Dagbjartsdóttir, Akureyri, 1:58.50 2. Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir, Akureyri, 1:59.84 3. Arna Arnardóttir, Akureyri, 2:00.80 15-16 ára stúlkur: 1. Elín Arnarsdóttir, Ármanni, 2:03.08 2. Íris Daníelsdóttir, Dalvík, 2:04.81 3. Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, SLR, 2:07.04 Í karlaflokki urðu þrír fyrstu menn 1. Ingvar Steinarsson, Akureyri, 1:48.13 2. Arnar Gauti Reynisson, Ármanni, 1:48.28 3. Steinn Sigurðsson, Ármanni, 1:49.55 Breiðablik gerði sér lítið fyrir og náði í þrjú efstu sætin í flokki 15-16 ára pilta: 1. Steinar Hugi Sigurðarson, Breiðabliki, 1:54.90 2. Fannar Gíslason, Breiðabliki, 1:55.49 3. Björn Þór Ingason, Breiðabliki, 2:00.07