Úrslit UMSE móts

Eftirfarandi nafnlaus SMS skilaboð bárust til formanns Skíðafélagsins kl. 17 í dag: "Hvenær á að setja inn tímana frá mótinu um helgina, á næsta ári eða? Mættuð bæta ykkur mikið í þessu." Þar sem ekki er hægt að svara viðkomandi þá er rétt að taka það fram að við tilkynntum í gær að heildarúrslit yrðu sett inn á síðuna í dag að loknu stórsvigsmótinu. Gerum ráð fyrir að úrslitin verði kominn inn upp úr kvöldmat en við þurftum að fá smá tæknilega aðstoð til að koma þessu á netið. Ef einhverjir eru þarna úti sem eru alveg að missa sig yfir því að tímarnir séu ekki orðnir opinberir þá gætu þeir hinir sömu staðið upp úr stólnum og kíkt upp í Brekkusel þar sem allir tímar voru hengdir upp strax að lokinni keppni. Einnig má hafa beint samband við undirritaðan sem mun þá gera sitt besta til að leysa málin. Annars viljum við bara þakka öllum sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins, veðrið lék við okkur og helgin var hin ánægjulegasta. f.h. mótanefndar Daði Valdimarsson Sími 4661603