Útekt á alþjóðlegum keppnisbrautum í Böggvisstaðafjalli

Norðmaðurinn Asle Bergström var staddur hér á landi um síðustu helgi á vegum Skíðasambands Íslands til að taka út keppnisbrekkur fyrir alþjóðleg skíðamót. Asle var hér á Dalvík laugardaginn 20. september og tók keppnisbakkana í Böggvisstaðafjalli út. Asle er ekki ókunnugur brekkunum í Böggvisstaðafjalli því fyrir sjö árum tók hann út bakka fyrir risasvig. Eftir þetta verða útteknir fjórir bakkar í fjallinu eins og áður en við létum bæta við úttektum fyrir svig í neðri hluta stórsvigsbakkanna og stutt svig í brekkuna sunnan við efri lyftuna sem endar þá við efra húsið í fjallinu. Með þessu þá eru alls átta brautarstæði fyrir alþjóðleg skíðamót í Böggvisstaðafjalli, þ,e. fjögur fyrir svig, þrjú fyrir stórsvig og eitt fyrir risasvig. Einnig tók Asle í þessari lotu út brekkur á Akureyri, Siglufirði, Bláfjöllum og Skálafelli.