Úthlutað úr styrktarsjóði Daníels Hilmarssonar

Hjörleifur Einarsson 14 ára kappi úr Skíðafélagi Dalvíkur hefur hlotið 200.000 króna styrk úr minningarsjóði Daníels Hilmarssonar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2004 og er tilgangur hanns að efla skíðaíþróttina á Dalvík og styrkja ungt og efnilegt skíðafólk. Hjörleifur er án efa einn efnilegasti skíðamaður landsins þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér í skíðaíþróttinni.