08.04.2004
Nú er lokið við að troða allar opnar brekkur í Böggvisstaðarfjalli fyrir morgundaginn. Eftir frekar erfitt færi í dag er útlit fyrir að á morgun verði skíðafærið frábært því nú er komið eins stigs frost og spáir kólnandi í nótt.
Það er því óhætt hvetja fólk til að skella sér á skíði í Böggvisstaðarfjall á morgun. Upplýsingar um aðstæður í fjallinu verða settar inn á síðuna um kl.9 í fyrramálið og einnig í upplýsingasíma svæðisins sem er 8781606. Síminn á skíðasvæðiðnu er 4661010 og í Brekkuseli er síminn 4661005 þar gefur starfsfólk góðar upplýsingar um veður og skíðafæri hjá okkur.