Vandræði með netmyndavélina

Fjölmargir hafa sett sig í samband við okkur vegna lélegra gæða á myndum netmyndavélarinnar á skidalvik.is. Tæknileg vandræði er orsökin og vonumst við til þess að á allra næstu dögum verði myndgæðin komin í lag. Þrátt fyrir þetta er hægt að fylgjast með þó svo að gæðin séu ekki fullkomin. Ef veðurspár rætast ætlum við að hefja snjóframleiðslu í vikunni og ætti því að vera hægt að fylgjast með neðstu byssunni á netmyndavélinni.