Vefmyndavél á skíðasvæðið.

Sett hefur verið vefmyndavél á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Myndavélin er staðsett í Brekkuseli og tekur myndir upp í brekkurnar á klukkustundar fresti og sýnir aðstæður hverju sinni í fjallinu. Einnig er hægt að skoða 10 síðustu myndirnar sem vélin tekur og skoða breytingar milli daga. Það var Sportvík, fyrirtæki Jóns Halldórssonar sem gerði þetta að veruleika og þakkar Skíðafélag Dalvíkur fyrir það.