Vefmyndavélin í lag.

Nú hefur vefmyndavélin í Brekkuseli verið lagfærð og er hún farin að mynda á ný. Því ættu þeir fjölmörgu sem fylgjast reglulega með aðstæðum í Böggvistaðafjalli farið á linkinn hér til hægri, merktum Sportvík. það eru þeir feðgar Jón Halldórsson og synir hans Gunnlaugur og Ágúst sem eiga heiðurinn af vélinni góðu og þökkum við fyrir það.