Vefur Skíðafélagsins þriggja mánaða gamall

Í dag eru þrír mánuðir síðan þessi vefur fór í loftið. Undirtektir hafa hreint út sagt verið framar björtustu vonum. Alls eru heimsóknir orðnar 4.057 þegar þetta er skrifað og hafa verið skoðaðar 11.585 síður. Vefmyndavélin er vinsælasta síðan og greinilegt að fólk hefur mikinn áhuga á að skoða hvernig veður og færð eru í Böggvisstaðafjalli. Það vekur líka athygli okkar hversu mikið síðan er sótt erlendis frá - heilmikil umferð kemur frá Noregi og Danmörku en við verðum einnig vör við heimsóknir frá Ítalíu, Þýskalandi, Tékklandi, Bandaríkjunum, Spáni, Portúgal og frá fleiri löndum, þannig að hróður félagsins og ekki síst skíðasvæðisins berst víða. Skíðafélag Dalvíkur þakkar viðtökurnar.