13.09.2004
Í sumar var lagður nýr vegur að skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli. Framkvæmdir hófust um miðjan júlí og lauk þeim í lok ágúst. Vegastæðið er á að stærstum hluta á sama stað en allar kröppu beygjurnar hafa verið teknar af og síðan er vegurinn orðin mun hærri og breiðari en hann var.
Þá var bílastæðið neðan við Brekkusel stækkað verulega en það hefur verið allt of lítið en ætti nú að duga í flestum tilfellum. Bundið slitlag var síðan sett yfir allt saman í lok verksins.
Það var vegagerð ríkisins sem annaðist lagningu vegarins. Verkið var boðið út og var það fyrirtæki Stefáns Þengilssonar, Icefox, sem annaðist verkið. Það er óhætt að segja að Stebbi og félagar hafi staðið sig vel því vegaframkvæmdin og allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar og eiga þeir hrós skilið fyrir vel unnið verk.
Það er ljóst að þeir sem eiga eftir að koma á skíði í Böggvisstaðafjalli eða njóta utivistar í fólkvanginum eiga eftir að finna mikinn mun því oft voru aðstæður mjög erfiðar á gamla veginum og oft þröngt á þingi á bílastæðinu en nú ættu öll þessi vandræði að vera úr sögunni.
Á myndasíðunni eru [link="http://www.skidalvik.is/myndasida.php?event_ID=18"]myndir sem teknar voru við upphaf framkvæmdanna[/link] og þar til þeim lauk og sína þær vel breytinguna sem er orðin er með tilkomu nýja vegarins.