Vel heppnað Jónsmót að baki

Hinu árlega Jónsmóti Skíðafélags Dalvíkur lauk á áttunda tímanum í gærkvöldi með verðlaunaafhendingu í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Það er mál manna að mótið hafi gengið einstaklega vel í ár, veðrið lék við okkur og við fengum ógleymanlega norðurljósasýningu á föstudagskvöldið. Mótshaldarar vilja koma á framfæri þakklæti til allra starfsmanna, keppenda og fararstjóra - Hlökkum til að sjá ykkur að ári. Öll úrslit mótsins verða sett inn á síðuna innan skamms.