Vel heppnuðu Jónsmóti lokið

Þá er keppni á Jónsmóti 2009 lokið. Mótið gekk í alla staði vel en vegna slæms veðurútlits var ákveðið að klára bæði svig og stórsvig í dag svo þeir sem ættu um langan veg að fara kæmust til síns heima. Veður og aðstæður voru eins og best verður á kostið, sérstaklega framan af degi. Öll úrslit mótsins eru komin hér inn á síðuna undir tenglinum "Úrslit móta". Við viljum þakka öllu starfsfólki mótsins kærlega fyrir þeirra framlag, því það eru engin ný sannindi að gæði móts sem þetta ráðast ekki síst af því starfsfólki sem kemur að framkvæmdinni. Að lokum þökkum við keppendum, fararstjórum og foreldrum fyrir komuna og vonum að við sjáum sem flesta aftur að ári.