Velheppnaður vinnudagur.

Á laugardaginn fór fram vinnudagur skipulagður af stjórn félagsins. Það var virkilega gaman að sjá allann þann fjölda sem mætti á svæðið. Aldursbilið var breitt og allir fengu verkefni við sitt hæfi. Dagurinn byrjaði á morgunhressingu og verkefnum útdeilt. Það helsta sem var gert í þessari lotu var að snjógirðingar voru lagaðar til og eru þær klárar fyrir veturinn. Skipt var um rúðu í efra lyftuhúsi sem hafði verið brotin í sumar. Tekið var til inni í Brekkuseli, bekkir lakkaðir, brunastigi settur upp, tekið til og slegið í kringum húsið. Þá var girðing í kringum neðri endastöð löguð til. Að öllu loknu var boðið upp á kaffi og kökur. Vill stjórn senda öllum þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag, Það er okkur mjög dýrmætt að finna stuðning félagsmanna í þeirri vinnu sem félagið stendur fyrir. Bestu þakkir Stjórnin