Velheppnuðu Bikarmóti lokið.

Frábærar aðstæður á sunnudegi, -13°C og svo lét sólin sjá sig um miðjan dag.
Frábærar aðstæður á sunnudegi, -13°C og svo lét sólin sjá sig um miðjan dag.

Eins og áður hefur komið fram var fyrsta bikmót í flokkum 12-15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli af skíðafélögunum á Dalvík og Ólafsfirði um helgina. Keppendur voru rétt um 90 talsins auk þeirra voru einnig áhangendur, foreldrar og þjálfarar.  Mótið heppnaðist mjög vel og aðstæður til keppnishalds hinar bestu, þrátt fyrir erfiða tíð það sem af er vetri.

Okkar fólk stóð sig príðilega, en keppendur frá skíðafélaginu voru 7 talsins um helgina.  Á pall fóru þeir Markús Máni sem vann stórsvig 12 ára og Tofi Jóhann sem varð í 3 sæti í svigi og stórsvigi í flokki 13 ára.

Úrslit okkar fólks voru eftirfarandi:

Stúlkur 12  ára

Irís Björk Magnúsdóttir

Stórsvig: 10 sæti

Svig: hlekktist á

 

Drengir 12 ára

Dagur Ýmir Sveinsson

Stórsvig: 5 sæti

Svig: hlekktist á.

 

Markús Máni Pétursson

Stórsvig: 1 sæti

Svig: hlekktist á.

 

Drengir 13 ára

Jörfi Blær Traustason

Stórsvig: 7 sæti

Svig: 5 sæti

 

Torfi Jóhann Sveinsson

Stórsvig: 3 sæti

Svig: 3 sæti

 

14-15 ára Drengir

Stórsvig

Brynjólfur Máni Sveinsson

Stórsvig: 7

Svig: 4

Stefán Daðason

Stórsvig: 6

Svig: 5