Verður varla betra.....

Líklega verða aðstæður á Skíðasvæðinu hér á Dalvík ekki betri en þær eru í dag. Veður og skíðafæri er hreint út sagt frábært en hér er búið að vera 5 stiga frost og varla ský á himni. Áður en svæðið var opnað í morgun var risasvigs æfing í fjallinu sem Bjarni Bjarnason stjórnaði. Bjarni sagði að fátt toppaði þær aðstæður sem hér væru til þess að keyra risasvig en brautin lá meðfram efri lyftunni og alveg niður að Brekkuseli. Á myndasíðunni eru myndir frá því í dag 16. mars.