Vertrarkort.

Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði hafa náð samkomulagi um að vetrarkortshafar félagana geti keypt sér viðbótar vetrarkort sem gildir á skíðasvæðin á Dalvík og á Ólafsfirði. Þeir sem hafa keypt sér vetrarkort annaðhvort í Böggvisstaðafjalli eða í Tindaöxl geta nýtt sér þetta með því að framvísa vetrarkorti sínu og greiða 1.500 krónur og fá þá fullan aðgang að svæðunum gegn framvísun kortsins. Samstarf félaganna hefur verið mikið og gott í mörg ár og má geta þess að 31.maí 2002 undirrituðu formenn félagana samstarfssamning þar sem meðal annars var stefnt að því að taka upp samstarf um gjaldtöku á skíðasvæðin tvö.