Vetrarkort í Hlíðarfjalli fyrir þá sem æfa skíði.

Þeir sem æfa skíði hjá Skíðafélagi Dalvíkur geta nú keypt sér vetrarkort í Hlíðarfjalli á eftirfarandi verðum. Börn borga 6000 kr. og fullorðnir borga 14000 kr. Stuðst verður við útgefin keppnisleyfi Skíðasambandsins fyrir komandi vetur og skráningarlista á Andrésar Andarleikana. Mikilvægt er að traust ríki á milli aðila og tilboð þetta nái ekki útfyrir ofangreinda skilgreiningu. Aðrir greiða samkvæmt verðskrá Hlíðarfjalls.