Vetrarkortshafar skíðasvæðisins á Dalvík athugið.

Þeir sem eiga vetrarkort sem gildir á skíðasvæðið á Dalvík fá frítt á skíði í Hlíðarfjall gegn framvísun vetrarkortsins í afgreiðslu skíðastaða. Þar verða kortin skönnuð og korthafar fá aðgang að svæðinu. Það skal tekið fram að ekki verður hægt að fá aðgang í Hlíðarfjalli nema vera með kortið meðferðis og biðjum við alla að virða það.