Veturinn endanlega komin og aðstæður í Böggvisstaðafjalli að verða góðar!

Nú eru aðstæður á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli að verða góðar eftir snjókomu síðustu daga. Neðri lyftan var opin alla síðustu viku og eru aðstæður þar góðar. Verið er að gera brekkurnar í efri lyftunni klárar og stefndum við að því að opna lyftuna um helgina en í gærkveldi varð það óhapp að snjótroðarinn fór út af öðru beltinu á versta stað í efri brekkunni. Þessa stundina er unnið að viðgerð við erfiðar aðstæður og njótum við aðstoðar félaga úr Björgunarsveitinni á Dalvík. Hér er töluverður vindur og sex stiga frost. Stefnt er að því að hafa svæðið opið alla daga fram að áramótum nema 23, 24, 25 og 31 des. en þá verur svæðið lokað. Upplýsingar um opnunartíma verða daglega á símsvara félagsins sem er 8781606. Eins og áður sagði þá eru aðstæður í Bögvisstaðafjalli orðnar góðar og því stefnum við að því að hefja æfingar hjá öllum aldursflokkum strax eftir áramót. Guðný þjálfari kemur til Dalvíkur 30. des. og þá verður tekin endanleg ákvörðun um hvaða dag við byrjum.