Viðhald á Skíðasvæðinu.

Í snjóleysinu hafa starfsmenn svæðisins haft næg verkefni og hafa þeir verið að lagfæra hluti í Brekkuseli sem tími var kominn á. Þegar hitaveitan kom á svæðið síðast liðið haust var tekin ákvörðun um að færa sturturnar á neðri hæðina og taka herbergið uppi þar sem sturturnar voru áður og gera það að svefnherbergi og með því auka gistirýmið um nokkur pláss. Því ættu þeir hópar sem til okkar á skíði koma þegar snjórinn kemur seinnipartinn í mánuðinum að getað sturtað sig í nýju sturtunum!