09.01.2007
Laugardaginn 13. janúar verður haldið skíðamót með nýstárlegu sniði í Böggvisstaðafjalli. Fyrirkomulag mótsins verður á þann veg að börn keppa við foreldra sína og/eða gamlar skíðakempur úr bænum. Allir fara í sömu braut og verður tímataka þannig að foreldrar og börn sjái hvernig staða þeirra er innbyrðis. Mót þetta verður síðan endurtekið á vormánuðum og þá verður hægt að sjá hvorum hefur farið meira fram, barninu eða foreldrinu/skíðakempunni.
Mótið hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 16:00 en keppendum er frjálst að mæta einhverntíman á þessu tímabili og reyna með sér.