Vímuvarnarmót Lions-Góumót

Á miðvikudaginn, 7. mars, verður vímuvarnarmót Lions fyrir 12 ára og eldri hér í fjallinu. Góumót fyrir 11 ára og yngri verður haldið samhliða vímuvarnarmótinu. Mótið er öllum opið. Mótið hefst klukkan 17:00. Keppt verður í stórsvigi í öllum flokkum. Skráning fer fram á skidalvik@skidalvik.is eða í Brekkuseli í síma 4661010 fram til klukkan 15:00 á keppnisdag. Nánari dagskrá veður auglýst hér á síðunni á þriðjudagskvöld.