Vinna í fjallinu á laugardaginn.

Nú er undirbúningur fyrir næstu skíðavertíð í fullum gangi. Síðustu vikur hefur verið unnið að uppsetningu snjógirðinga í efri lyftunni og lagfæringum á snjógirðingum sem fyrir eru í fjallinu. Laugardaginn 3. október ætlum við að halda áfram að vinna í girðingunum frá kl. 07:00 til 12:00. Þeir sem geta aðstoðað okkur eru beðnir að mæta við Brekkusel kl. 07:00.