10.10.2014
Á laugardaginn 11.október kl 10:00 er fyrirhugaður vinnudagur í fjallinu. Mæting í Brekkusel, byrjum á léttu morgun kaffi og deilum út verkefnum. Það sem liggur fyrir er að klára að gera við snjógirðingar í efri-lyftu, laga í kringum lyftustúr í efri-lyftu, tiltekt inni í kringum Brekkusel. Við ætlum svo að enda á kaffi í Brekkuseli milli 15:00 og 16:00. Spáin er nokkuð góð þannig að allt stefnir í góðan dag í fjallinu. Hvertjum alla til að mæta, og eiga góða stund í fjallinu við undirbúning fyrir komandi vertið.
Sjáumst hress.
kv
Stjórin.