Vinnuhelgi á Skíðasvæðinu um næstu helgi.

Um næstu helgi, 12 og 13 september verður vinnuhelgi á skíðasvæðinu. Þessa helgi ætlum við að ditta að ýmsu í fjallinu fyrir næsta vetur, svo sem að mála tímatökuhúsin, yfirfara snjógirðingar og ef mæting verður góð þurfum við að huga að tímatöku línunum í fjallinu. Við hvetjum þá sem vilja aðstoða okkur að mæta og hjálpa til við að gera klárt fyrir veturinn sem er innan seilingar (sem betur fer). Mæting er við Brekkusel kl. 10:00 báða dagana. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur