Virðingarvert framtak - segir Tóbaksvarnanefnd

Tóbaksvarnanefnd fagnar því framtaki forráðamanna Skíðamóts Íslands að lýsa mótið í ár tóbakslaust. Viðar Jensson, starfsmaður Tóbaksvarnanefndar, segir að norðanmenn sýni mikið og jákvætt áræði með því að hafa mótið án tóbaks. "Þetta verður vonandi fordæmisgefandi og til eftirbreytni fyrir aðra. Það hefur verið rætt um á vettvangi ÍSÍ að þjálfarar og afreksmenn skuldbindi sig til þess að nota ekki tóbak inn á sjálfum íþróttasvæðunum og vera börnunum þannig ákveðin fyrirmynd. Framtak norðanmanna á Skíðamóti Íslands gefur ákveðinn tón í þessum efnum og ég hlýt að fagna því," segir Viðar Jensson.