Vittlaust veður á Dalvík.

Nú gleðjast snjóáhuga menn og konur því hér á Dalvík er búið að vera snarvitlaust veður síðan snemma í morgunn og því miklar líkur á að snjó setji á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Það verður ekki hægt að kanna ástandið á skíðasvæðinu fyrr en veðrið gengur niður. Eins og fram hefur komið hefur verið mjög snjólétt á skíðasvæðinu það sem af er vetri og því kærkomið að fá eina alvöru stórhríð til að bæta ástandið því að helgina 16-17 febrúar verður fyrsta Dominos bikarmót vetrarins í alpagreinum í flokki 15 ára og eldri haldið á Dalvík og á Ólafsfirði.