- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Eins og margir hafa tekið eftir hefur verið óvenju líflegt í fjallinu undanfarna morgna. Segja gárungar að þetta sé einn af vorboðunum, þegar skíðakrakkarnir séu komnir á kreik við sólarupprás. Um 20 krakkar ásamt þjálfurum og foreldrum hafa stundað æfingar frá 0600 - 0730, og er það gert til að nýta aðstæður sem best þar sem sólin skýn í brekkuna og aðstæður til brautakeyrsu oft mjög erfiðar og jafnvel hættulegar seinnipart dags.
Það hefur verið unun að fylgjast með brosum krakkana bæði þegar þau mæta, en ekki síður að æfingu lokið, þá halda allir heim og beint til vinnu og skóla - allir vel vaknaðir og sprækir.
Áætlað er að slíkar morgunæfingar verði meðan aðstæður leyfa. En næsta verkefni hjá krökkunum er Andrés sem hefst fljólega eftir pása.
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv