Jóns og Meistaramót 19-18. mars

Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið fer fram dagana 16.- 18. mars n.k. Það er ætlað 9-12 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-12 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Samhliða Jónsmóti verður Meistaramót SKÍ 11-12 ára haldið. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi. Þátttöku skal tilkynna á netfangið jonsmot@gmail.com fyrir kl. 20:00 miðvikudaginn 13. mars. Dagskrá er undir skrár hér að neðan. Skíðafélag Dalvíkur