28.11.2018
Eins og áður hefur komið fram var stefnt að opnun í fjallinu 1.desember. Þegar þetta er skrifað er ekki skíðafært í fjallinu. EN veðurspáin er okkur hliðholl og ef hún gengur upp eru líkur á töluverðum snjó. Því stefnum við á að opna barnabrekkuna nk. þriðjudag, en bendum áhugasömum á að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar og á fésbókarsíðu félagsins.
Lesa meira
12.11.2018
Áætluð opnun hjá okkur á Skíðasvæði Dalvíkur er 1. Desember
Lesa meira
24.09.2018
Undanfarnar vikur hafa félagar í skíðafélaginu verið á stangli upp um allt fjall. Það hefur verið að ýmsu að huga, meðal þess sem gert hefur verið er:
Bætt við snjógirðingar, Stallahús málað, bætt við vefmyndavélar, lúpína slegin, gamla lyftuhús fjarlægt, stungið niður tímatöku kappla, bætt við skíðaleiguna (stækkun) og fleira.
Lesa meira
18.09.2018
Í gær var tekin fyrsta úti-þrekæfingin. Hún var heldur frábrugðin öðrum æfingum, en á æfingunni voru undirstöður af gamla lyftu-skúrnum sem eitt sinn stóð noðan og ofan við þriðja mastur í neðri fjarlægðar. Var æfinginn sett upp sem áfangaþjálfun, þar sem að bera þurfti spítnaruslið þónokkurn spotta til að koma því á kerru. Gékk verkið vel og skemmtu krakkarnir sér við þessa óvenjulegu æfingu. Næsta æfing verður í íþróttamiðstöðinni n.k. miðvikudag kl 18:00.
Lesa meira
13.09.2018
Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum
Lesa meira
30.05.2018
Í gær var farið í það að ganga frá skíðasvæðinu, þar sem litlar líkur eru á snjó fyrr en í haust. Það var fríður hópur sjálfboðaliða með Júlíus Bóas í farabroddi sem plokkaði hengin af lyftunni og var allt flutt niður í Hreiður þar sem öllu verður komið vel fyrir til sumardvala. Veðrið lék við mannskapinn en veðurstöðin sýndi +18°, logn og sólin skein. Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meira
29.05.2018
Mánudaginn 21.maí sl (annan í Hvítasunnu) fór elsti hópur skíðakrakkanna í áheitaverkefni. Krakkarnir hjóluðu 10x sveitahringi (250km) á vöktum ásamt því að hreinsa rusl meðram veginum í Svarfaðardal og Skíðadal.
Lesa meira
17.05.2018
Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að breyta tímasetningu aðalfundar félagsins. Fundur hefst þv´í kl 19:30 í stað 17:30.
Aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli Þriðjudaginn 22. maí 2018 kl. 19:30. Tillögur eiga að berast formanni minnst þremur dögum fyrir aðalfund á netfangið snator01@gmail.com
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Skíðafélag Dalvíkur.
Lesa meira
26.04.2018
Lokahóf Skíðafélags Dalvíkur fer fram í Dalvíkurskóla miðvikudaginn 2. maí kl.18:00.
Veittar verða viðurkenningar fyrir mót og góðan árangur í vetur. Einnig verða lukkumiðar dregnir út og að lokum er öllum boðið í pylsugrill.
Hlökkum til að hitta ykkur.
Stjórn SKD og foreldrafélagið
Lesa meira