05.04.2019
Á morgun hefst keppni í alpagreinum á skíðamóti Íslands. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru nokkuð góðar og lofar veðurspá einnig góðu svo allt stefnir í góða daga í fjallinu. Keppni hefst kl 10:00 á stórsvigi. Hægt verður að fylgjast með mótinu á Facebooksíðu mótsins
Lesa meira
24.03.2019
Helgina 6-7.apríl nk mun Skíðamót Íslands í alpagreinum verða haldið í Böggvisstaðafjalli. Mótið átti að fara fram á Ísafirði, en vegna aðstæðna var mótið fært til Dalvíkur. Aðstæður í Böggvisstaðafjalli eru hinar bestu og vonumst við til að svo verði áfram. Næstu dagar fara í það að skipuleggja framkvæmd mótsins, en við venjulegar aðstæður er slíkt mót skipulagt til þaula á nokkrum mánuðum. Því munu við þurfa að láta hendur standa fram úr ermum svo að allt gangi upp.
Lesa meira
19.03.2019
Um sl. helgi fóru fram tvö svigmóti í Bikarkeppni SKÍ, mótin voru einnig FIS mót. Keppt var í Bláfjöllum við ágætar aðstæður. Okkar maður Guðni Berg gerði fína ferð og endaði annar í báðum mótum, aðeins hársbreidd frá sigurvegaranum í flokki 16-17 ára. Fyrir mótin fékk Guðni um 123 FIS stig sem er bæting hjá honum á FIS-lista. Næstu verkefni hjá Guðna eru Atomic-cup og Skíðamót Íslands, en óvitað er hvar mótin verða keyrð þar sem víða á landinu eru aðstæður erfiðar til mótahalds.
Lesa meira
02.03.2019
vinna við Jónsmót er í fullum gangi og nú leitum við eftir starfsfólki
Lesa meira
28.02.2019
Dalvíkurmót verður haldið 2. - 3. Mars
Keppt verður í svigi á laugardaginn og stórsvigi á Sunnudaginn
Lesa meira
27.02.2019
Í gær stóð foreldrafélagið fyrir "skíða-preppi" fyrir æfingakrakka og foreldra. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar , en rúmlega 40 pör fóru í gegnum "prepp-maskínuna". Voru það nokkrir velunnarar sem tóku að sér að yfirfara skíðin, brýna og bræða.
Lesa meira
21.02.2019
Í dag tók Andrea Björk þátt í físmóti í Kirkerud í Noregi. Skemmst er frá því að segja að hún gerði sína bestu punkta í svigi eða 44.72 FIS-punkta. Andrea endaði í 20 sæti 2.46 sek á eftir sigurvegaranum. Á morgun er annað svig mót í Kirkerud sem Andrea tekur þátt í. Til hamingju með árangurinn Andrea.
Lesa meira
21.02.2019
Á sunnudaginn 24.febrúar er fyrirhugað að halda Dalvíkurmót í stórsvigi í flokkum 15ára og yngri. Ef einhverjar bretingar verða á dagskrá einhverra hluta vegna, munum við koma þeim í loftið síðasta lagi um hádegi á laugardag hér á heimasíðunni en einnig á facebook-síðum félgasins. Svo fylgist með.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi.
Lesa meira
16.02.2019
Í dag var keppt í aðalkeppni í svigi kvenna á HM. Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 65 í fyrri ferð. Aðsætæður voru mjög krefjandi fyrir alla keppendur, en mikil hlýindi hafa verið í Are undanfarna daga. Eftir fyrri ferð var Andrea í 48 sæti. Seinni ferðin var einnig krefjandi en Andrea skíðaði af öryggi og endaði í 39 sæti af um 100 kreppendum, vann sig því upp um 26 sæti frá upphafsröðun keppenda í fyrri ferð. Vel gert Andrea og til hamingju. Nú hafa Íslensku stúlkurnar lokið keppni á HM og halda hver í sína áttina. Andrea fer aftur til noregs þar sem hún stundar æfingar og keppni.
Lesa meira
14.02.2019
Keppt var í stórsvigi kvenna í dag á heimsmeistaramótinu í Are í dag. Meðal keppenda var okkar fulltrúi Andrea Björk Birkisdóttir. Aðstæður í Are voru mjög erfiðar, hiti um +2 töluverður vindur og sýjað. Það gerði mörgum erfitt fyrir sérstaklega þegar líða tók á keppnina. Andrea var með rásnúmer 71 í fyrri ferð.
Lesa meira