Fréttir

Frábær árangur á UMÍ 2018 Ísafirði

Þá er Unglingameistaramóti Íslands 2018 á Ísafirði lokið. Óhætt er að segja að okkar fólk í flokkum 12 - 15 ára hafi staðið sig með stakri príði bæði í brekkunum sem og fyrir utan þær. Frá Ísafirði komum krakkarnir heim með 8 unglingameistaratitla, tvo bikarmeistarartitla og tvo bikarmeistaratitla í liðakeppni ásamt annara verðlauna sem verða tíunduð hér fyrir neðan. Með hópnum fylgdi fríður hópur foreldra sem studdu krakkana og hvöttu til dáða.
Lesa meira

Páskar skíðasvæði Dalvíkur

Nú fer að líða að páskum og hefur skíðafélag Dalvíkur sett saman fjölbreyta og fjölskylduvæna dagskrá um páskana
Lesa meira

Torfi Jóhann og Brynjólfur Máni Unglingameistarar í svigi.

Í dag fór fram fyrsti dagur á UMÍ 2018 á Ísafirði. Aðstæður voru nokkuð krefjandi fyrir keppendur sem sýndi sig sérstaklega í flokki U16, þar sem nokkuð varð um brottfall bæði hjá stulkum og drengjum.
Lesa meira

Morgunfuglar í fjallinu.

Undanfarna daga hafa krakkarnir í 12 - 15 ára hópnum rifið sig í fjallið fyrir allar aldir. Æfingar eru keyrðar frá kl 06:00 - 07:30, eftir það fara krakkarnir velvöknuð í skólann. Hvort þetta sé fyrsti vorboðinn skal ósagt, en slik tímasetning á æfingum er algeng þegar líður á veturinn.
Lesa meira

Guðni Berg með tvöfallt í Stafdal.

Eins og áður hefur komið fram voru krakkarnir í 12-15 ára æfingahópnum í Stafdal um helgina. Ferðinn var mjög góð, aðstæður hinar bestu í Stafdal og mótahald gékk vel.
Lesa meira

Flottur dagur i Stafdal hjá 12-15 ára í dag.

Um helgina er elsti keppnishópur skíðafélagsins staddur í keppnisferð á Seyðisfirði. Keppt er í tveimur stórsvigum. Hópurinn telur 12 keppendur og 8 foreldra.
Lesa meira

Frábær árangur á Jónsmóti.

Óhætt er að segja að skíðakrakkarnir okkar hafi verið að gera góða hluti á Jónsmóti helgarinnar. Mótið sem flokkast undir eitt af stæðstu skíðamótum landsins og hefur verið haldið síðan 1996 er orðið rótgróið og þátttaka í ár með allra besta móti en tæplega 200 þátttakendur voru skráðir til leiks í flokkum 9 - 13 ára.
Lesa meira

Glæsilegu Jónsmóti lokið.

Um helgina hefur fjöldi manns skemmt sér í fjallinu hjá okkur við bestu aðstæður. Jónsmótið hófst á föstudagskvöldið með stórsvigi hjá 9-13 ára. Óhætt er að segja að aðstæður hafi allar verið hinar bestu, logn, -°10°C og þegar líða tók á kvöldið var kveikt á norðurljósunum sem böðuðu sig á himni, gestum til mikillra gleði.
Lesa meira

Jónsmót nálgast.

Um helgina verður mikil hátíð í fjallinu hjá okkur, en við reiknum með að fá í heimsókn um 200 hress og kát börn á aldrinum 9 -13 ára ásamt þjálfurum, foreldrum og áhangendum. Því má gera ráð fyrir miklu fjöri í fjallinu. Keppni hefst á föstudag kl 19:15 (skoðun 18:30) en þá verður keppt í Stórsvigi þar sem keppendur renna sér eina ferð. Gert er ráð fyrir að keppni standi fram eftir kvöldi. Það hefur verið hefð fyrir því að kveikja upp í kyndlum sem raðað er við jaðar brekkunnar þegar rökkva fer og býr til mjög skemmtilega stemningu í fjallinu. Boðið verður upp á kakó og bakkelsi á skaflinum.
Lesa meira