19.03.2019
Um sl. helgi fóru fram tvö svigmóti í Bikarkeppni SKÍ, mótin voru einnig FIS mót. Keppt var í Bláfjöllum við ágætar aðstæður. Okkar maður Guðni Berg gerði fína ferð og endaði annar í báðum mótum, aðeins hársbreidd frá sigurvegaranum í flokki 16-17 ára. Fyrir mótin fékk Guðni um 123 FIS stig sem er bæting hjá honum á FIS-lista. Næstu verkefni hjá Guðna eru Atomic-cup og Skíðamót Íslands, en óvitað er hvar mótin verða keyrð þar sem víða á landinu eru aðstæður erfiðar til mótahalds.
Lesa meira
02.03.2019
vinna við Jónsmót er í fullum gangi og nú leitum við eftir starfsfólki
Lesa meira
28.02.2019
Dalvíkurmót verður haldið 2. - 3. Mars
Keppt verður í svigi á laugardaginn og stórsvigi á Sunnudaginn
Lesa meira
27.02.2019
Í gær stóð foreldrafélagið fyrir "skíða-preppi" fyrir æfingakrakka og foreldra. Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið góðar , en rúmlega 40 pör fóru í gegnum "prepp-maskínuna". Voru það nokkrir velunnarar sem tóku að sér að yfirfara skíðin, brýna og bræða.
Lesa meira
21.02.2019
Í dag tók Andrea Björk þátt í físmóti í Kirkerud í Noregi. Skemmst er frá því að segja að hún gerði sína bestu punkta í svigi eða 44.72 FIS-punkta. Andrea endaði í 20 sæti 2.46 sek á eftir sigurvegaranum. Á morgun er annað svig mót í Kirkerud sem Andrea tekur þátt í. Til hamingju með árangurinn Andrea.
Lesa meira
21.02.2019
Á sunnudaginn 24.febrúar er fyrirhugað að halda Dalvíkurmót í stórsvigi í flokkum 15ára og yngri. Ef einhverjar bretingar verða á dagskrá einhverra hluta vegna, munum við koma þeim í loftið síðasta lagi um hádegi á laugardag hér á heimasíðunni en einnig á facebook-síðum félgasins. Svo fylgist með.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi.
Lesa meira
16.02.2019
Í dag var keppt í aðalkeppni í svigi kvenna á HM. Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 65 í fyrri ferð. Aðsætæður voru mjög krefjandi fyrir alla keppendur, en mikil hlýindi hafa verið í Are undanfarna daga. Eftir fyrri ferð var Andrea í 48 sæti. Seinni ferðin var einnig krefjandi en Andrea skíðaði af öryggi og endaði í 39 sæti af um 100 kreppendum, vann sig því upp um 26 sæti frá upphafsröðun keppenda í fyrri ferð. Vel gert Andrea og til hamingju. Nú hafa Íslensku stúlkurnar lokið keppni á HM og halda hver í sína áttina. Andrea fer aftur til noregs þar sem hún stundar æfingar og keppni.
Lesa meira
14.02.2019
Keppt var í stórsvigi kvenna í dag á heimsmeistaramótinu í Are í dag. Meðal keppenda var okkar fulltrúi Andrea Björk Birkisdóttir. Aðstæður í Are voru mjög erfiðar, hiti um +2 töluverður vindur og sýjað. Það gerði mörgum erfitt fyrir sérstaklega þegar líða tók á keppnina. Andrea var með rásnúmer 71 í fyrri ferð.
Lesa meira
14.02.2019
Í gærkvöld (miðvikudag) var fyrsta af þremur fullorðinskvöldum. Færið var dásamlegt og við allra hæfi, það sama má segja um veðrið. Þó nokkur fjöldi fólks nýtti sér þetta og var skíðað frá 20.00-22.00. Næsta fullorðinskvöld verður nk. miðvikudag kl.20.00. Sveinn Torfason, einn af þjálfurum félagsins verður á svæðinu og er tilbúinn að gefa góð ráð, hvort heldur sem er varðandi búnað eða tæknilegu hliðina.
Lesa meira
12.02.2019
Næstu þrjú miðvikudagskvöld þ.e. 13. 20. og 27. febrúar mun skíðafélagið hafa fullorðins kvöld í fjallinu frá kl. 20:00-22:00. Opnunin er sérstaklega ætluð þeim sem lítið hafa skíðað í gegnum árin og vantar tilsögn til að koma sér af stað. Að sjálfsögðu er öllum fullorðnum velkomið að koma og skíða hvort sem þeir vilja tlisög eða ekki. Sveinn Torfason, þjálfari, verður í brekkunni ykkur til aðstoðar. Frábær hreyfing, útivist og skemmtun. Skíða leiga á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira