Fréttir

Velheppnuð fullorðins opnun.

Í gærkvöld (miðvikudag) var fyrsta af þremur fullorðinskvöldum. Færið var dásamlegt og við allra hæfi, það sama má segja um veðrið. Þó nokkur fjöldi fólks nýtti sér þetta og var skíðað frá 20.00-22.00. Næsta fullorðinskvöld verður nk. miðvikudag kl.20.00. Sveinn Torfason, einn af þjálfurum félagsins verður á svæðinu og er tilbúinn að gefa góð ráð, hvort heldur sem er varðandi búnað eða tæknilegu hliðina.
Lesa meira

Fullorðins opnun í fjallinu næstu miðvikudagskvöld frá 20.00-22.00

Næstu þrjú miðvikudagskvöld þ.e. 13. 20. og 27. febrúar mun skíðafélagið hafa fullorðins kvöld í fjallinu frá kl. 20:00-22:00. Opnunin er sérstaklega ætluð þeim sem lítið hafa skíðað í gegnum árin og vantar tilsögn til að koma sér af stað. Að sjálfsögðu er öllum fullorðnum velkomið að koma og skíða hvort sem þeir vilja tlisög eða ekki. Sveinn Torfason, þjálfari, verður í brekkunni ykkur til aðstoðar. Frábær hreyfing, útivist og skemmtun. Skíða leiga á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

Bikarmót 12-15 ára í Bláfjöllum.

Um síðustu helgi fór fram annað bikarmót í flokkum 12 - 15 ára. Mótið fór fram í Bláfjöllum við frekar erfiðar aðstæður enda mjög lítill snjór á svæðinu, þrátt fyrir að snjólítið væri ákvað SKÍ að halda mótið sem gékk nokkuð vel í gíðu færi og fallegu vetrar veðri. Skíðaféalgið átti 8 þátttakendur og fylgdi þeim fríður hópur áhangenda bæði stórir og smáir. Árangur okkar fólks var eftirfarandi:
Lesa meira

Guðni Berg í fyrsta og öðru í Bláfjöllum

Laugardaginn 2 febrúar sl. var keyrt fyrsta bikarmót SKÍ í flokkum 16 ára og eldri. Keppt var í tveimur svigum. Var þetta fyrsta bikarmót Guðna Bergs í þessum flokki. Aðsæður voru frekar erfiðar enda lítill snjór í Bláfjöllum. Guðni lenti í öðru sæti í flokki 16-17 ára á fyrra mótinu, en sigraði það seinna.
Lesa meira

Líf og fjör í fjallinu.

Óhætt er að segja að mikið líf og fjör hafi verið í fjallinu undanfarna daga og vikur. Dalvíkurskóli hefur haldið útivistardaga hjá miðstigi og elsta stigi í frábæru veðri og aðstæðum. Í gær hófst svo samstarfsverkefi Skíðafélagsins og grunnskóla Dalvíkurbyggðar "1bekkur á skíði". En þá koma nemendur úr fyrsta bekk í leikfimistímanum á skíði ásamt kennurum sínum. Félagið skaffar búnað fyrir þá sem ekki eiga, og aðstoð við kennslu.
Lesa meira

Félagið fær stórsvigsflögg að gjöf.

Fyrr í vetur var félaginu færð gjöf af Fjalari Úlfarssyni, en það voru stórsvigsflögg sem notuð verða við keppnishald félagsins. Flöggin eru FIS - viðurkend og frábær viðbót við útbúnað félagsins til keppnishalds. Færum við Fjalari bestu þakkir fyrir flöggin.
Lesa meira

Skíðasvæði Dalvíkur opið í 50 daga

Þrátt fyrir snjóléttan vetur víðast á landinu þá hefur skíðasvæði Dalvíkur verið opið í 50 daga fyrir almenning í dag 29.01.2019
Lesa meira

Andrea valin til þátttöku á HM

Um helgina gaf Skíðasamband íslands út val á keppendum Sambandsins til þátttöku á heimsmeistaramótinu á skíðum sem fram fer í Are í Svíþjóð um miðjan febrúar. Þar á skíðafélagið einn fulltrúa en það er Andrea Björk Birkisdóttir. Óskum við Andreu til hamingju og góðs gengis á mótinu.
Lesa meira

Velheppnuðu Bikarmóti lokið.

Eins og áður hefur komið fram var fyrsta bikmót í flokkum 12-15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli af skíðafélögunum á Dalvík og Ólafsfirði um helgina. Keppendur voru rétt um 90 talsins auk þeirra voru einnig áhangendur, foreldrar og þjálfarar. Mótið heppnaðist mjög vel og aðstæður til keppnishalds hinar bestu, þrátt fyrir erfiða tíð það sem af er vetri.
Lesa meira

Fyrsta bikarmót vetrarins.

Um komandi helgi verður fyrsta bikarmót vetrarins í flokkum 12 - 13 ára og 14 - 15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli. Það eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem halda mótið. Keppt verður í svigi á laugardag og stórsvigi á sunnudag. Hátt í 80 keppendur eru skráðir til leiks. Aðstæður eru mjög góðar til keppnishalds, þrátt fyrir tíðarfar undanfarnar vikur.
Lesa meira