28.11.2019
Undanfarna sólahringa hafa snjóvélarnar gengið á fullum krafti dag og nótt. Frábærar aðstæður til snjóframleiðslu og snjóhaugarnær stækka jafnt og þétt. Áfram verður haldið meðan aðstæður leyfa, og förum við að fikra okkur ofar í brekkurnar. Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meira
26.11.2019
Síðastliðnar vikur hefur viðrað vel til skautaiðkunnar. Það hefur elsti æfingahópurinn nýtt sér meðan beðið er eftir snjó. Krakarnir eru nú að undirbúa sig fyrir æfigaferð til Noregs, en hópurinn fer 5.desember og verður í 9.daga á skíðum þar ytra.
Lesa meira
17.11.2019
Þá eru snjóbyssurnar farnar að malla, og verður vonandi þannig næstu daga. Allt er það þó háð hitastigi en við erum klár í slaginn. Við leitum að fólki sem er til í að standa vaktir og hvetjum við alla sem til eru, að hafa samband við Hörð í síma 8201658.
Lesa meira
15.11.2019
Við kynnum til leiks nýjan starfsmann Skíðafélagsins sem gegnir stöðu svæðisstjóra í Böggvisstaðafjalli. Hörður Finnbogason er giftur Freydísi Hebu Konráðsdóttur frá Ólafsfirði. Eiga þau drengina Arnar Helga 10 ára og Óðinn Helga 7 ára.
Hörður er ferðamálafræðingur að mennt og hefur unnið 6-7 vetur í Hlíðarfjalli sem lyftuvörður, skíðagæslumaður, troðslumaður, skíðakennari, í snjóframleiðslu, svæðisstjóri og aðstoðað við viðhald.
Þá er hann einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Aurora Reykjavik sem er Norðurljósasetur á Grandanum og hefur víðtæka reynslu í sölu og markaðsmálum í ferðaþjónustunni.
Lesa meira
14.11.2019
Nú bíða skíðamenn færis að snjóframleiðsla hefjist og hafa sjálfboðaliðar og starfsmenn svæðisins unnið hörðum höndum undanfarna daga. Á dögunum var upptekt á troðara lokið og er hann því að verða klár í slaginn. Þá tóku starfsmenn allar snjóbyssurnar í yfirhalningu fyrir komandi átök.
Lesa meira
07.10.2019
Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarnar vikur, er kominn hugur í skíðamannskapinn. En um helgina var vaskur hópur sem mætti í fjallið til að undirbúa snjósöfnun. Reistar voru nýjar girðinar og eldri girðingar fengu upplyftingu. Áætlað er að halda verkinu áfram um næstu helgi. Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.
Lesa meira
21.09.2019
Framhaldsaðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli þriðjudaginn 1. október kl. 18:30
Eitt mál er á dagskrá: Stjórnarkjör
Skíðafélag Dalvíkur
Lesa meira
10.09.2019
Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum tvisvar í viku undir vaskri stjórn Sveins Torfasonar þjálfara. Æfingarnar eru í boði fyrir öll ungmenni frá 7. bekk og eldri og eru óháðar annarri íþróttaiðkun.
Á mánudögum er um útiæfingar að ræða frá kl. 17:30-18:30 og á fimmtudögum verður æft í íþróttahúsinu frá kl. 18:-19:00.
Lesa meira
05.09.2019
Miðvikudaginn 17. júlí sl. stóð stjórn Skíðafélags Dalvíkur fyrir almennum félagsfundi að Rimum. Ástæður fundar á þessum árstíma voru m.a. erfið fjárhagsstaða félagsins og fyrirhugaðar breytingar á rekstrarumhverfi, deiliskipulag í fólkvangi auk landbreytinga sem eru framundan á skíðasvæðinu. Fundurinn var fámennur en góður og full þörf á kynningu þessarra málefna.
Lesa meira
13.07.2019
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur boðar til almenns félagsfundar til kynningar og upplýsinga um málefni, núverandi verkefni og starfsemi félagsins. Fundurinn verður haldinn að Rimum miðvikudaginn 17. júlí kl. 18:00
Sumarkveðjur, stjórnin
Lesa meira