16.01.2019
Á haustdögum var ákveðið að fara í endurbætur á skíðaleigu félagsins. Ákveðið var að stækka aðstöðuna ásamt því að endurnýja búnað að töluverðu leiti.
Lesa meira
13.01.2019
í gær laugardag 12. janúar fór fram kjör á íþróttamanni UMSE. Hófið fór fram í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Fulltrúi skíðafélagsins í kjörinu var Andrea Björk Birkisdóttir, en Amanda Guðrún Bjarnadóttir var kjörin íþróttamaður UMSE 2018. Samhliða tilnefningunni voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur aðildafélaga á síðasta ári. Þar átti skíðafélagið nokkuð marga fulltrúa.
Lesa meira
31.12.2018
Guðni Berg Einarsson keppti á sínum fyrstu FIS mótum um miðjan desember sl. Fyrstu mótin voru 16. desember á Akureyri þar sem keyrð voru tvö svigmót (ENL). Eins og svo oft áður þurftu mótshaldarar að aðlaga móthald veðri og vindum og voru því bæði mótin keyrð sama daginn. Í kjölfarið fór Guðni ásamt fleirum til Noregs þar sem krakkarnir kepptu á nokkrum mótum í Aal.
Lesa meira
29.12.2018
Heimsbikarmótsfarinn Sturla Snær Snorrason er mættur á svæðið, enda aðstæður til æfinga hinar bestu. Á svæðinu eru einnig 50 æfingakrakkar víðsvegar af landinu á samæfingu Skíðasambandsins og Skíðafélagsins.
Lesa meira
18.12.2018
Skíðasvæðið verður opið alla daga fram til jóla.
Á virkum dögum frá kl.16:00 -19:00 og um helgar frá kl.11:00 -15:00
Lokað verður á aðfangadag og jóladag
26.-30. desember verður opið frá 12:00 -16:00
Gamlársdag frá kl. 11:00 – 14:00
Lokað á nýársdag
Lesa meira
10.12.2018
Í dag hefjum við æfingar samkvæmt æfingatöflu, nema leiktímar byrja eftir áramót. Viljum minna á facebook síður þjálfara annars vegar elstu krakkanna skidalvik12-15 ára og hinsvegar skidalvik10-11 ára. Þar setja þjálfarar inn upplýsingar fyrir hverja æfingu.
Lesa meira
06.12.2018
Um síðustu helgi var keppt í svigi og stórsvigi í Geilo Noregi. Þar tóku nokkrir Íslendingar þátt, þar á meðal Andrea Björk Birkisdóttir. Eru þetta fyrstu mót vetrarins og verður spennandi að fylgjast með Andreu í vetur.
Lesa meira
05.12.2018
Fyrsti opnunardagur svæðisins á vertíðinni fór fram úr björtustu vonum. Það voru margir glaðir skíðaunnendur á öllum aldri sem heimsóttu okkur. Aðstæður voru mjög góðar, kalt, logn og færiið mjög gott. Við munum halda ótröð áfram við að koma restinni af neðra svæðinu í gang á næstu dögum.
Lesa meira
03.12.2018
Á morgun Þriðjudaginn 4. desember ætlum við að opna skíðasvæðið en fyrstu opnunardaga miðast svæðið nokkuð að yngsta skíðafólkinu þar sem lyftan verður einungis opin upp að þriðja staur og hægt verður að skíða á barnasvæði. Við nýtum frostið næstu daga til snjóframleiðslu og opnum fleiri brekkur eftir því sem aðstæður leyfa. Hlökkum til að sjá ykkur og fylgist með okkur á skidalvik.is og á facebook.
Lesa meira
02.12.2018
Síðastliðna daga hefur heldur betur bætt í snjóinn. Þó svo að við hefðum viljað fá allt magnið sem setti í byggð, þá lofar þetta góðu fyrir okkur. Snjógirðingar hafa tekið við miklu, og stutt í að neðri brekkan verður orðin vel fær.
Lesa meira