Fréttir

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ - VIÐ OPNUM Á MORGUN

Á morgun Þriðjudaginn 4. desember ætlum við að opna skíðasvæðið en fyrstu opnunardaga miðast svæðið nokkuð að yngsta skíðafólkinu þar sem lyftan verður einungis opin upp að þriðja staur og hægt verður að skíða á barnasvæði. Við nýtum frostið næstu daga til snjóframleiðslu og opnum fleiri brekkur eftir því sem aðstæður leyfa. Hlökkum til að sjá ykkur og fylgist með okkur á skidalvik.is og á facebook.
Lesa meira

Styttist í opnun á svæðinu.

Síðastliðna daga hefur heldur betur bætt í snjóinn. Þó svo að við hefðum viljað fá allt magnið sem setti í byggð, þá lofar þetta góðu fyrir okkur. Snjógirðingar hafa tekið við miklu, og stutt í að neðri brekkan verður orðin vel fær.
Lesa meira

Stefnt á opnun í barnabrekku á þriðjudag

Eins og áður hefur komið fram var stefnt að opnun í fjallinu 1.desember. Þegar þetta er skrifað er ekki skíðafært í fjallinu. EN veðurspáin er okkur hliðholl og ef hún gengur upp eru líkur á töluverðum snjó. Því stefnum við á að opna barnabrekkuna nk. þriðjudag, en bendum áhugasömum á að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar og á fésbókarsíðu félagsins.
Lesa meira

Opnun á skíðasvæði Dalvíkur

Áætluð opnun hjá okkur á Skíðasvæði Dalvíkur er 1. Desember
Lesa meira

Framkvæmdir í fjallinu.

Undanfarnar vikur hafa félagar í skíðafélaginu verið á stangli upp um allt fjall. Það hefur verið að ýmsu að huga, meðal þess sem gert hefur verið er: Bætt við snjógirðingar, Stallahús málað, bætt við vefmyndavélar, lúpína slegin, gamla lyftuhús fjarlægt, stungið niður tímatöku kappla, bætt við skíðaleiguna (stækkun) og fleira.
Lesa meira

Tiltekt á þrekæfingu.

Í gær var tekin fyrsta úti-þrekæfingin. Hún var heldur frábrugðin öðrum æfingum, en á æfingunni voru undirstöður af gamla lyftu-skúrnum sem eitt sinn stóð noðan og ofan við þriðja mastur í neðri fjarlægðar. Var æfinginn sett upp sem áfangaþjálfun, þar sem að bera þurfti spítnaruslið þónokkurn spotta til að koma því á kerru. Gékk verkið vel og skemmtu krakkarnir sér við þessa óvenjulegu æfingu. Næsta æfing verður í íþróttamiðstöðinni n.k. miðvikudag kl 18:00.
Lesa meira

Þrekæfingar

Skíðafélag Dalvíkur mun standa fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum þrekæfingum
Lesa meira

Frágangur á skíðasvæðinu.

Í gær var farið í það að ganga frá skíðasvæðinu, þar sem litlar líkur eru á snjó fyrr en í haust. Það var fríður hópur sjálfboðaliða með Júlíus Bóas í farabroddi sem plokkaði hengin af lyftunni og var allt flutt niður í Hreiður þar sem öllu verður komið vel fyrir til sumardvala. Veðrið lék við mannskapinn en veðurstöðin sýndi +18°, logn og sólin skein. Myndirnar tala sínu máli.
Lesa meira

Áheitasöfnun U14 og U16 hópsins

Mánudaginn 21.maí sl (annan í Hvítasunnu) fór elsti hópur skíðakrakkanna í áheitaverkefni. Krakkarnir hjóluðu 10x sveitahringi (250km) á vöktum ásamt því að hreinsa rusl meðram veginum í Svarfaðardal og Skíðadal.
Lesa meira

Breyttur fundartími á aðalfundi félagsins

Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að breyta tímasetningu aðalfundar félagsins. Fundur hefst þv´í kl 19:30 í stað 17:30. Aðalfundur Skíðafélags Dalvíkur verður haldinn í Brekkuseli Þriðjudaginn 22. maí 2018 kl. 19:30. Tillögur eiga að berast formanni minnst þremur dögum fyrir aðalfund á netfangið snator01@gmail.com Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skíðafélag Dalvíkur.
Lesa meira