Fréttir

Esther og Torfi mætt á Eyof 2023

Þau Esther Ösp og Torfi Jóhann fóru utan með Íslenska hópnum fyrir helgi og hafa æft á keppnissvæðinu um helgina. Setning leikanna fór fram á laugardaginn. Aðstæður ytra eru eins og svo víða annarsstar í heiminum frekar erfiðar, en snjóað hefur mikið undanfarna daga og líkur á að hliðra þurfi til keppnisgreinum. Við munum upplýsa ykkur eins og kostur gefst.
Lesa meira

Esther Ösp og Torfi Jóhann á Eyowf 2023

Skíðasamband Íslands og ÍsÍ hafa valið þátttakendur á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2023 sem fram fara á Ítalíu dagana 18 - 29. janúar næst komandi. Skíðafélag Dalvíkur á tvo fulltrúa í þeim hóp, en það eru þau Esther Ösp Birkisdóttir og Torfi Jóhann Sveinsson. Alpagreinahópurinn telur 8 þátttakendur, 4 stráka og 4 stúlkur fædd 2005 og 2006. Hópurinn heldur ytra 18. janúar nk. og munu þau æfa á svæðinu í einhverja daga, en keppnisdagar alpagreinafólksins eru 25 - 28 janúar.
Lesa meira