Fréttir

Dagur Ýmir með gull í svigi.

Um síðustu helgi fór fram skíðamót í Bláfjöllum í flokkum 12 -15 ára. Var þetta fjórða tilraun til að halda mótið. Veður hefur verið mótshöldurum mjög erfitt í vetur og helgin í Bláfjöllum fór á sama veg. Á laugardegi var keppt í svigi í úrhellis rigningu, þoku og vindi. Brautaraðstæður voru þó góðar enda löggðust allir á eitt til að ná að framkvæma mótið. Skidalvik mætti með 10 keppendur, átta í flokki 12-13 ára og tvo í flokki 14-15 ára. Töluverð afföll varð í okkar hóp, en úrslitin voru þannig: 12-13 ára drengir svig. Óskar Valdimar Sveinsson 6.sæti, Ægir Gunnþórsson 8.sæti, Eyþór Þorvaldsson 14.sæti. aðrir luku ekki keppni. 12-13 ára stúlkur svig Bryndís Lalita Stefánsdóttir 7sæti, Steinunn sóllilja Dagsdóttir 17 sæti ,Lilja Ŕós Harðardóttir 21sæti 14-15ára drengir svig: Dagur Ýmir Sveinsson 1. Sæti, 14-15 ára stúlkur Íssól Anna Jökulsdóttir 12 sæti Aflýsa þurfti keppni á sunnudag vegna aðstæðna.
Lesa meira

Esther Ösp með bætingu á FIS lista. - UPPFÆRT!!

Á dögunum keppti Esther Ösp í fjórum mótum í Vassfjellet sem stendur við Þrándheim í Noregi. Keppt var í tveimur stórsvigsmótum og tveimur svigmótum. Esther lenti í 31 og 42 sæti í stórsviginu og 41 og 18 sæti í sviginu. Með þessum mótum er Esther að bæta punktastöðu sína úr ca. 144 FIS punktum í báðum greinum í um 135 punkta í Stórsvigi og 131 punkta í Svigi. Esther keppti á tveimur mótum til viðbótar í Vassfjellet, mótin fóru fram á föstudag og laugardag. Keppt var í tveimur svigmótum og þar bætti Esther sig enn frekar. Í fyrra mótinu hafnaði Esther í 18 sæti og því síðara í 25 sæti. Út úr mótinum tveimur fær hún um 116 FIS punkta og styrkir því stöðu sína á listanum en frekar. Til hamingju með þetta Esther.
Lesa meira

Fullorðinsflokkurinn á ferð og flugi.

Um helgina fóru strákarnir okkar til Reykjavíkur og kepptu í tveimur svig-mótum. Á laugardegi gerðu þeir báðir ógilt og luku því keppni eftir fyrri ferð. Á sunnudegi gerði Brynjólfur ógilt og lauk keppni í fyrri ferð. Torfi Jóhann var með annan besta tímann eftir fyrri ferð, en hafnaði svo í fjórða sæti í fullorðinsflokki að móti loknu, en í öðru sæti í flokki 16-17 ára. Fyrir mótið í dag fékk Torfi 120 punkta. Þá hefur hún Esther Ösp einnig verið að keppa undanfarna daga í Noregi, en þar keppti hún í Kongsberg um sl helgi í tveimur svig mótum, hún lenti í 35 og 43 sæti og gerði um 145 punkta. Esther keppti einnig í tveimur stórsvigum í Wyller Noregi, hún náði ekki að ljúka öðru mótinu en lenti í 51 sæti í hinu mótinu og gerði um 150 punkta.
Lesa meira

Fyrsta bikarmót 2022 hjá 12 - 15 ára

Um síðuastu helgi fór fram fyrsta bikarmót SKÍ í flokki 12- 15 ára. Mótið fór fram í Hlíðarfjalli. Okkar hópur var nokkuð laskaður eins og hjá fleiri félögum, þar sem þónokkrir voru í sóttkví og einangrun. Mótið hófst á laugardegi á Stórsvigi, aðstæður voru nokkuð krefjandi bæði fyrir mótshaldara og keppendur.
Lesa meira

Þorramót 2022 úrslit

Þorramót 2022 úrslit
Lesa meira

Þorramót 2022 (dagskrá)

Þorramót verður haldið sunndudaginn 13 febrúar keppt verður í öllum aldursflokkum í stórsvigi
Lesa meira