01.03.2023
Mótanefnd var að ljúka fundi og það er nánast allt á plani! Það eru búinn að vera hlýindi á okkur en svæðisstarfsmenn eiga snjó upp í erminni sem þeir munu nota til að parketleggja eins vel og hægt er áður en mótið hefst. Plan A er að keyra sambærileg brautarstæði og á fyrri Jónsmótum, plan B og C er að stytta brautir og hugsanlega fara í afbrigði eins og tvær stuttar stórsvigsferðir í stað einnar og jafnvel þrjár ferðir í svigi og tvær bestu gilda. Skilaboðin frá okkur eru skýr, við höldum mótið og gerum það besta úr því þannig að krakkarnir fái skemmtilega upplifun í Böggvisstaðarfjalli.
Veðurhorfur fyrir helgina eru góðar. Komið fagnandi!
Hægt er að sjá helstu upplýsingar um mótið í flipanum hér uppi til hægri á síðunni.
Lesa meira
23.01.2023
Þau Esther Ösp og Torfi Jóhann fóru utan með Íslenska hópnum fyrir helgi og hafa æft á keppnissvæðinu um helgina. Setning leikanna fór fram á laugardaginn.
Aðstæður ytra eru eins og svo víða annarsstar í heiminum frekar erfiðar, en snjóað hefur mikið undanfarna daga og líkur á að hliðra þurfi til keppnisgreinum. Við munum upplýsa ykkur eins og kostur gefst.
Lesa meira