Fréttir

Fullorðinsflokkurinn á ferð og flugi

Fullorðinsflokkur félagsins er núna staddur erlendis við æfingar og keppni. Esther Ösp æfir á fullum krafti með skíðamenntaskólanum í Geiló í Noregi og er þessa dagana í Trisil í Noregi að keppa. Í gær keppti hún í stórsvigi en hlekktist á í fyrri ferð og náði ekki að ljúka keppni. Þeir Dagur Ýmir og Torfi Jóhann eru staddir i Lofer í Austurríki og æfa með Lowlanders. Þeir munu dvelja fram þar fram yfir áramót þar sem þeir æfa og keppa með liðinu. Við munum reyna að flytja fréttir af okkar fólki um leið og þær berast.
Lesa meira

Vel heppnuð æfingaferð til Hafjell.

Elsti æfingahópur skíðafélagsins kom heim úr æfingaferð til Hafjell (Lillehammer) sl. sunnudag, en krakkarnir voru í 9 daga. Ásamt hópnum sem taldi 19 þátttakendur fór þjálfari flokksins Sveinn Torfason og 15 foreldrar. Heilt yfir gékk ferðin mjög vel, aðstæður í Hafjell voru mjög góðar, kalt (-12- -16°C), bjart og snjór í brekkum góður.
Lesa meira

Dagur Ýmir, Torfi Jóhann og Kristrún Lilja skíða inni í Noregi.

Þessa dagana fara fram æfingabúðir á vegum Skíðasambands Íslands í skíðahúsi í Noregi. Frá Skíðafélagi Dalvíkur eru tveir þátttakendur, það eru þeir Dagur Ýmir Sveinsson og Torfi Jóhann Sveinsson. Þá er með í för sem aðstoðarþjálfari Kristrún Lilja Sveinsdóttir.
Lesa meira