Fréttir

12 ára og eldri hefja nýja skíðavertíð.

Þrátt fyrir að skíðavertíðinni sé nýlega lokið, er ekki seinna vænna en að hefja næstu vertíð. Eins og svo oft áður ætla krakkarnir að hefja vertíðina á áheitarsöfnun. Krakkarnir munu tína rusl í sveitinni (sveitahringinn, framdalinn og Skíðadal), samhliða því munu þau hjóla hringinn á vöktum. Áætlað er að hjóla um 150-200km. Hægt verður að fylgjast með hópnum á Instagram- reikning hópsins (TeamSkiDalvik) í þessu verkefni sem og öðrum verkefnum hópsins í sumar / haust og vetur. Áheitarsöfuninn er hluti af fjáröflun fyrir æfingaferð erlendis sem farin verður í desember nk.
Lesa meira

Aðalfundur

Lesa meira

Firmakeppni Úrslit

Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin.
Lesa meira

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum)

Firmakeppni skíðafélagsins 2022 Mánudaginn 18 Apríl (annar í páskum) Þrátt fyrir að skíðalyftan sé ekki að vinna með okkur þessa páskana þá munum við samt halda hina árlegu firmakeppni
Lesa meira

Ski-Dalvik með sex meistaratitla eftir UMÍ 2022

Unglingaflokkur SKI-Dalvik tók þátt í Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Oddskarði sl. helgi. Aðstæður voru mjög góðar og sama má segja um veður. Allir 10 fulltrúar félagsins stóðu sig með miklum ágætum og komu sex meistaratitlar í hús ásamt einu silfri, einu bronsi og tveimur verðlaunum fyrir fimmta sæti. Þeir Dagur Ýmir og Óskar Valdimar náðu sér í meistaratitla, Dagur vann fjórfallt og Óskar tvöfalt. Var þetta síðasta verkefni í bikarkeppni SKI og var verðlaunað fyrir hana að móti loknu. Þar Var Dagur Ýmir Sveinsson Bikarmeistari í flokki 14-15 ára og Óskar Valdimar Sveinsson í öðru sæti í flokki 12-13 ára. Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan.
Lesa meira

Skíðalandsmóti Íslands lokið

Eins og áður hefur komið fram fór Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu og alpagreinum á Dalvík og Ólafsfirði. Alpagreinar fóru fram á Dalvík við mjög góðar aðstæður. Veðurguðirnir stríddu mótshöldurum töluvert yfir keppnis dagana, en með útsjónarsemi og töluverðri reynslu í mótahaldi tókst að halda öll mótin við bestu mögulegu aðstæður. Á laugardegi var mikil óvissa vegna hamfara hita, en þá náði mesti hiti +10° einnig var vindur af og til. Ákveðið var strax að fresta keppni og vonast til að aðstæður sköpuðust, sem varð reyndin.
Lesa meira

Fyrsta keppnisdegi SMI lokið.

Fyrstu keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands er lokið. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en því var breytt í svig vegna veðurs. Því verður keppt í stórsvigi á morgun. Þá hefur verið ákveðið að seinka keppni, sem mun hefjast kl 12.00.
Lesa meira